Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við.