Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslandi, DÍS, segir það ólýðræðislegt og valdníðslu að taka ákvörðun í starfsstjórn um að gefa út nýtt starfsleyfi til hvalveiða. Jón Gunnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra i matvælaráðuneytinu segir umsóknina til afgreiðslu í ráðuneytinu. Það megi ekki tefja afgreiðslu auk þess sem það þurfi að tryggja fyrirtækjunum fyrirsjáanleika. Hann hafi verið enginn síðustu tvö ár.