Bylgjutónlist
Bylgjutónlist
00:00 - 07:00

Núna

Bergsveinn Arilíusson

Þar Sem Jólin Bíða Þín

Næst

Á Móti Sól

Fyrstu laufin

Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum

Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum

Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir nýsamþykkt lög um kílómetragjald helst bitna á eigendum sparneytinna eldsneytisbíla. Hann segir breytinguna furðulega þar sem hún sé ekki í þágu vistvænna samgangna.
Gréta María um starfs­lokin: „Ég geng stolt frá borði“

Gréta María um starfs­lokin: „Ég geng stolt frá borði“

Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Prís, segir óráðið hvað tekur við hjá henni næst en óvænt starfslok hennar hjá fyrirtækinu vöktu athygli í gær. Hún sé nú komin í kærkomið jólafrí en kveðst ganga stolt frá borði og er þakklát fyrir sinn tíma hjá Prís.
Eyja­menn ó­sáttir við nýbirta samgönguáætlun

Eyja­menn ó­sáttir við nýbirta samgönguáætlun

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt.
Snjó­korn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það

Snjó­korn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa vakið mikla lukku. Í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.
Fjölgun lands­manna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv

Fjölgun lands­manna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv

Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði.
Þau eru til­nefnd sem maður ársins

Þau eru til­nefnd sem maður ársins

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið.
Sanna segir frá nýju fram­boði

Sanna segir frá nýju fram­boði

Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu í dag, en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi góða gesti til sín og ræðir við þá um samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.
Siggi stormur spáir rauðum jólum

Siggi stormur spáir rauðum jólum

Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg.
Skatturinn endur­greiði á­fram of­greiddan skatt

Skatturinn endur­greiði á­fram of­greiddan skatt

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu

Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu

Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður sem hefur sérhæft sig í að leita að börnum hefur á þessu ári fengið tæplega 400 leitarbeiðnir vegna 95 barna. Í fyrra voru þær 259 og 221 árið áður. Yngsta barnið er 14 ára og þau elstu að verða 18. Hann segir undantekningu að 11 ára börn neyti vímuefna, þau glími frekar við hegðunarvanda.
Slæm um­hirða augnlinsna geti leitt til al­var­legs augnsjúkdóms

Slæm um­hirða augnlinsna geti leitt til al­var­legs augnsjúkdóms

Níu einstaklingar voru greindir með alvarlegan, en sjaldgæfan, augnsjúkdóm á einum aldarfjórðungi. Allir áttu þeir sameiginlegt að nota linsur, tveir misstu sjón og fjarlægja þurfti eitt auga. Augnlæknir segir gríðarlega mikilvægt að stytta sér ekki leiðir í umhirðu snertilinsa.
Færslur sem veki reiði séu marg­falt áhrifa­meiri en aðrar

Færslur sem veki reiði séu marg­falt áhrifa­meiri en aðrar

Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni.
Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn

Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn

Nýjasti gestur vefþáttanna Bítið í bílnum er ekki þekktur fyrir söng en kom hins vegar gríðarlega á óvart með sínum sönghæfileikum. Þessi nýju vefþættir snúast um það að þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni, þau Heimir, Lilja og Ómar, kíkja á rúntinn með leynigesti sem syngur karókílag að eigin vali.
Lífið gjör­breytt

Lífið gjör­breytt

Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi árið 1998 og fékk ágrædda handleggi árið 2021, segir árangurinn verulegan. Hann geti nú sjálfur keyrt bíl með höndunum, geti verið einn heima og fínhreyfingar séu í þróun. Hann segir læknana ekki endilega búist við því að hann myndi geta hreyft meira en olnbogann eftir aðgerðina.
Mála­flokkurinn kosti sveitar­fé­lögin milljarða

Mála­flokkurinn kosti sveitar­fé­lögin milljarða

Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi.
Á­föllin hafi mótað sig

Á­föllin hafi mótað sig

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir áföllin sem dundu yfir íslenskt þjóðfélag í ráðherratíð hennar hafa alveg örugglega mótað sig. Sum samtöl sitji eftir. 
Á­kvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnar­liðana

Á­kvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnar­liðana

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun.
Katrín gerir upp á­föllin og tekist á um samgönguáætlun

Katrín gerir upp á­föllin og tekist á um samgönguáætlun

Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári.
Kostnaður við tón­leika út­skýri hátt miða­verð

Kostnaður við tón­leika út­skýri hátt miða­verð

Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir gríðarlega dýrt að halda tónleika hér á landi sem útskýri miðverð að stórum hluta. Nokkur umræða hefur skapast um stórtónleika Bubba Morthens sem haldnir verða í Laugardalshöll í sumar og þykir sumum miðinn nokkuð dýr. Ódýrasti miðinn á tónleikana kostar 15 þúsund krónur en sá dýrasti 40 þúsund krónur.
Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum lista­manna

Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum lista­manna

„Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar.
Setja sjálf upp um­ferðar­ljós og gagn­rýna ráða­leysi borgarinnar

Setja sjálf upp um­ferðar­ljós og gagn­rýna ráða­leysi borgarinnar

Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. 
Tökum G-vítamín í febrúar

Tökum G-vítamín í febrúar

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt.
Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið

Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið

Þann 14. október munu Todmobile halda 35 ára afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu, þetta verður mikil nostalgía því ásamt Todmobile má nefna SinfóNord og 80´s stjörnurnar Midge Ure, Nik Kershaw og Tony Hadley sem var söngvari Spandau Ballet.
Langar þig að vinna ferð til Kúbu?

Langar þig að vinna ferð til Kúbu?

Ævintýraeyjan Kúba í suðri hefur lengi heillað gesti sem þangað koma og vilja upplifa allt það sem eyjan hefur upp á að bjóða.
Bein útsending frá Ljósanótt

Bein útsending frá Ljósanótt

Helgin með Braga Guðmunds verður í beinni útsendingu frá Park Inn hotel í Reykjanesbæ á laugardaginn.
Fjölskylduhátíð í Mörkinni

Fjölskylduhátíð í Mörkinni

Bylgjan býður þér á magnaða fjölskylduhátíð í verslunarkjarnanum Mörkinni laugardaginn 3.september.
Bylgjan á Sjóaranum Síkáta

Bylgjan á Sjóaranum Síkáta

Síðdegið á Bylgjunni verður í beinni útsendingu föstudaginn 10.júní frá Kvikunni menningarhúsi í Grindavík í tilefni af Sjóaranum Síkáta 10.-12. júní
Sendar Bylgjunnar um land allt

Sendar Bylgjunnar um land allt

Útsendingar Bylgjunnar ná til 99% íslensku þjóðarinnar og dreifikerfi okkar telur 56 senda sem og streymi á netinu sem margir nýta sér. 
Bylgjan á toppnum

Bylgjan á toppnum

Bylgjan trónir á toppnum í hlustendamælingum samkvæmt nýjustu könnun Gallup*. Bylgjan er með tæpa 33% markaðshlutdeild í aldursflokkunum 12-49 ára og 12-80 ára og er þar með langstærst.
Bylgjan 35 ára - Afmælisveisla í beinni

Bylgjan 35 ára - Afmælisveisla í beinni

Laugardaginn 28. ágúst 1986 fór útvarpsstöðin Bylgjan fyrst í loftið. Í tilefni af afmælinu verður haldið einstakt afmælispartý allan daginn á morgun í beinni útsendingu á Bylgjunni og í mynd á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Heilsuvara vikunnar er OsteoStrong

Heilsuvara vikunnar er OsteoStrong

Með tíu mínútna ástundun, einu sinni í viku, tekst meðlimum OsteoStrong að auka styrk sinn og jafnvægi hraðar en annars staðar án þess að svitna eða finna fyrir harðsperrum.
Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag

Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag

Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland í morgun við mikil fagnaðarlæti. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar.
Nýtt lag frá Stjórninni

Nýtt lag frá Stjórninni

Sigga og Grétar í Stjórninni kíktu í heimsókn á Bylgjunna og frumfluttu nýtt lag.
Ert þú sólarmegin í lífinu?

Ert þú sólarmegin í lífinu?

Bylgjan í samstarfi við Optical Studio gefa einum heppnum Bylgju-hlustanda sólgleraugu frá ítalska hátískuhúsinu GUCCI.
Hlustendaverðlaunin 2017

Hlustendaverðlaunin 2017

Hlustendaverðlaunin 2017 fóru fram í Háskólabíói þann 3. febrúar og voru þau í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Kristján Kristjánsson tekur við Sprengisandi á Bylgjunni

Kristján Kristjánsson tekur við Sprengisandi á Bylgjunni

Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr umsjónarmaður útvarpsþáttarins Sprengisands á Bylgjunni. Kristján tekur við starfinu af Páli Magnússyni sem hætti störfum þar sem hann er í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Garðpartý Bylgjunnar 2016

Garðpartý Bylgjunnar 2016

Bylgjan og Stöð 2 buðu til garðveislu og stórtónleika í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þann 20. ágúst 2016 en stöðvarnar fögnuðu báðar 30 ára afmæli.
Hljóðver Bylgjunnar fær andlitslyftingu

Hljóðver Bylgjunnar fær andlitslyftingu

Bylgjan fagnar í ár 30 ára afmæli sínu í ár og að því tilefni var ákveðið að taka hljóðver Bylgjunnar í gegn og bæta aðstöðu dagskrárgerðarmanna og gesta sem eiga leið um hljóðverið.