Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni.