Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Hún segir mikla skjánotkun meðal þekktra áhættuþátta á bak við heilabilun, en aðrir þættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap.