Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það.