Bylgjutónlist
Bylgjutónlist
00:00 - 07:00

Núna

Anne-Marie

2002

Næst

Nýdönsk

Horfðu Til Himins

Hlusta í beinni
Bylgju­lestin klárar ferða­lagið í Hafnar­firði á laugar­dag

Bylgju­lestin klárar ferða­lagið í Hafnar­firði á laugar­dag

Síðasti viðkomustaður Bylgjulestarinnar þetta sumarið er Hafnarfjörður. Bylgjubíllinn, með þau Braga Guðmunds og Kristínu Ruth innanborðs, mætir í fjörðinn fallega á morgun laugardag en fimmta helgi Hjarta Hafnarfjarðar fer fram um helgina.
Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.
Stýri­vextir mögu­lega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Stýri­vextir mögu­lega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Hag­fræðingur hjá Arion banka telur að stýri­vextir muni haldast ó­breyttir fram í nóvember hið minnsta og mögu­lega þangað til í febrúar. Lík­legt sé að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hag­kerfisins og taka þess í stað stærri lækkunar­skref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst.
Röng skila­boð að Yaris borgi það sama og stór jeppi

Röng skila­boð að Yaris borgi það sama og stór jeppi

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að flatt kílómetragjald sem lagt er til á alla bíla undir 3,5 tonnum, sé ósanngjarnt. Það séu röng skilaboð til almennings að minni bílar sem mengi minna og slíti vegum minna, borgi það sama og stærri jeppar og pallbílar. Einnig þurfi að ræða gjaldtöku á þungu atvinnubílunum, en ef fram fer sem horfir mun gífurlegur kostnaður leggjast á landsbyggðina.
„Ég grét svo mikið“

„Ég grét svo mikið“

Aníta Briem segir það hafa verið mjög tilfinningaþrungið að leika óléttan karakter í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn. Hún og kærastinn Hafþór Waldorff eiga von á stelpu í nóvember.
Bylgjulestin á Götubitahátíðinni

Bylgjulestin á Götubitahátíðinni

Leið Bylgjulestarinnar liggur í Hljómskálagarðinn í Reykjavík á morgun þar sem hin gómsæta Götubitahátíð fer fram.
Veitinga­menn berjist í bökkum

Veitinga­menn berjist í bökkum

Veitingamennirnir Aðalgeir Ásvaldsson og Simmi Vill segja að rekstrarumhverfi veitingastaða á Íslandi sé erfitt, gjaldþrot séu regluleg. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt finna megi undantekningar til dæmis á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir segja að óvíða sé harðari samkeppni en í veitingabransanum.
„Þung skref“ að höfða mál gegn máttar­stólpa

„Þung skref“ að höfða mál gegn máttar­stólpa

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. 
Veð­mála­starf­semi, Carbfix og stefnu­leysi stjórn­valda

Veð­mála­starf­semi, Carbfix og stefnu­leysi stjórn­valda

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.
Óttast að olíu­fé­lögin hækki á­lagningu

Óttast að olíu­fé­lögin hækki á­lagningu

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla.
Bylgjulestin á Kótelettunni

Bylgjulestin á Kótelettunni

Bylgjulestin heldur áfram að bruna um landið og verður í beinni frá Selfossi um helgina.
Þre­falt hærri vextir geri sam­keppnina erfiða

Þre­falt hærri vextir geri sam­keppnina erfiða

Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra.
Myndaveisla frá Akur­eyri þar sem Bylgjulestin var í beinni

Myndaveisla frá Akur­eyri þar sem Bylgjulestin var í beinni

Bylgjulestin var í beinni frá Akureyri um liðna helgi þar sem Pollamótið og N1 mótið fóru fram. Íslendingar létu kuldabola ekki stoppa sig frekar en fyrri daginn og skemmtu sér frábærlega þó sólin léti lítið sjá sig. 
Gagnaleki á Messenger mögu­lega það versta sem gæti komið fyrir

Gagnaleki á Messenger mögu­lega það versta sem gæti komið fyrir

Gunnar Ingi Reykjalín forstöðumaður forstöðumaður skýja- og netreksturs Origo segir netárásum stöðugt fjölga. Fólk þurfi að vita meira til að geta brugðist við. Opin umræða sé mikilvæg og forvarnir áríðandi. En líka viðbragðsáætlanir við mögulegum árásum.
Ís­land hafi lengi verið einn dýrasti á­fanga­staður heims

Ís­land hafi lengi verið einn dýrasti á­fanga­staður heims

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu.
Segir Akra­nes verða svefnbæ

Segir Akra­nes verða svefnbæ

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nánast alla atvinnustarfsemi á Akranesi vera farna og að stefni í að bærinn verði aðeins náttstaður íbúa. Rúmur fjórðungur Skagamanna sæki þegar atvinnu til Reykjavíkur og þörf sé á aðgerðum til að sporna við þessari þróun.
Bylgjulestin verður í beinni frá Akur­eyri

Bylgjulestin verður í beinni frá Akur­eyri

Höfuðstaður Norðurlands iðar nú af lífi og við ætlum ekki að missa af því. Bylgjulestin brunar því norður til Akureyrar þar sem Pollamótið og N1 mótið eru í fullum gangi.
Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum

Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum

Afbrotafræðingur segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að vera afskiptasamt ef það telur annað fólk í hættu eða í þörf á aðstoð. Ábyrgðarþynning [e. bystander effect] geri það að verkum að fólk bregðist síður við.
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera mal­bikaðir“

„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera mal­bikaðir“

Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum.
Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið

Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið

Þann 14. október munu Todmobile halda 35 ára afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu, þetta verður mikil nostalgía því ásamt Todmobile má nefna SinfóNord og 80´s stjörnurnar Midge Ure, Nik Kershaw og Tony Hadley sem var söngvari Spandau Ballet.
Langar þig að vinna ferð til Kúbu?

Langar þig að vinna ferð til Kúbu?

Ævintýraeyjan Kúba í suðri hefur lengi heillað gesti sem þangað koma og vilja upplifa allt það sem eyjan hefur upp á að bjóða.
Bein útsending frá Ljósanótt

Bein útsending frá Ljósanótt

Helgin með Braga Guðmunds verður í beinni útsendingu frá Park Inn hotel í Reykjanesbæ á laugardaginn.
Fjölskylduhátíð í Mörkinni

Fjölskylduhátíð í Mörkinni

Bylgjan býður þér á magnaða fjölskylduhátíð í verslunarkjarnanum Mörkinni laugardaginn 3.september.
Bylgjan á Sjóaranum Síkáta

Bylgjan á Sjóaranum Síkáta

Síðdegið á Bylgjunni verður í beinni útsendingu föstudaginn 10.júní frá Kvikunni menningarhúsi í Grindavík í tilefni af Sjóaranum Síkáta 10.-12. júní
Sendar Bylgjunnar um land allt

Sendar Bylgjunnar um land allt

Útsendingar Bylgjunnar ná til 99% íslensku þjóðarinnar og dreifikerfi okkar telur 56 senda sem og streymi á netinu sem margir nýta sér. 
Bylgjan á toppnum

Bylgjan á toppnum

Bylgjan trónir á toppnum í hlustendamælingum samkvæmt nýjustu könnun Gallup*. Bylgjan er með tæpa 33% markaðshlutdeild í aldursflokkunum 12-49 ára og 12-80 ára og er þar með langstærst.
Bylgjan 35 ára - Afmælisveisla í beinni

Bylgjan 35 ára - Afmælisveisla í beinni

Laugardaginn 28. ágúst 1986 fór útvarpsstöðin Bylgjan fyrst í loftið. Í tilefni af afmælinu verður haldið einstakt afmælispartý allan daginn á morgun í beinni útsendingu á Bylgjunni og í mynd á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Heilsuvara vikunnar er OsteoStrong

Heilsuvara vikunnar er OsteoStrong

Með tíu mínútna ástundun, einu sinni í viku, tekst meðlimum OsteoStrong að auka styrk sinn og jafnvægi hraðar en annars staðar án þess að svitna eða finna fyrir harðsperrum.
Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag

Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag

Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland í morgun við mikil fagnaðarlæti. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar.
Nýtt lag frá Stjórninni

Nýtt lag frá Stjórninni

Sigga og Grétar í Stjórninni kíktu í heimsókn á Bylgjunna og frumfluttu nýtt lag.
Ert þú sólarmegin í lífinu?

Ert þú sólarmegin í lífinu?

Bylgjan í samstarfi við Optical Studio gefa einum heppnum Bylgju-hlustanda sólgleraugu frá ítalska hátískuhúsinu GUCCI.
Hlustendaverðlaunin 2017

Hlustendaverðlaunin 2017

Hlustendaverðlaunin 2017 fóru fram í Háskólabíói þann 3. febrúar og voru þau í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Kristján Kristjánsson tekur við Sprengisandi á Bylgjunni

Kristján Kristjánsson tekur við Sprengisandi á Bylgjunni

Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr umsjónarmaður útvarpsþáttarins Sprengisands á Bylgjunni. Kristján tekur við starfinu af Páli Magnússyni sem hætti störfum þar sem hann er í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Garðpartý Bylgjunnar 2016

Garðpartý Bylgjunnar 2016

Bylgjan og Stöð 2 buðu til garðveislu og stórtónleika í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þann 20. ágúst 2016 en stöðvarnar fögnuðu báðar 30 ára afmæli.
Hljóðver Bylgjunnar fær andlitslyftingu

Hljóðver Bylgjunnar fær andlitslyftingu

Bylgjan fagnar í ár 30 ára afmæli sínu í ár og að því tilefni var ákveðið að taka hljóðver Bylgjunnar í gegn og bæta aðstöðu dagskrárgerðarmanna og gesta sem eiga leið um hljóðverið.