Ívar Guðmunds
Ívar Guðmunds
10:00 - 12:00

Núna

No Doubt

Don't Speak

Næst

No Doubt

Don't Speak

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag.
Ó­sam­mála lækni og greiðir fyrir að­gerðina sjálfur

Ó­sam­mála lækni og greiðir fyrir að­gerðina sjálfur

Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur.
„Dagur, enga frasapólitík hér“

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.
Á­kvörðun ráð­herra megi ekki litast af al­mennings­á­liti

Á­kvörðun ráð­herra megi ekki litast af al­mennings­á­liti

Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. 
Getur ríkislögreglustjóri setið á­fram?

Getur ríkislögreglustjóri setið á­fram?

Á ríkislögreglustjóri að segja af sér? Eiga Íslendingar að taka upp evruna? Horfa Bandaríkjamenn fram á efnahagshrun? Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag.
„Ís­lenski neytandinn er alla­vega ekki að sýna merki um sam­drátt“

„Ís­lenski neytandinn er alla­vega ekki að sýna merki um sam­drátt“

Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir verslunarmenn ekki finna fyrir miklum samdrætti. Það hafi orðið einhver breyting á neyslu en almennt sé verslun góð. Verslunarmenn séu spenntir fyrir afsláttardögunum fram undan og jólaverslun sem sé hafin.
Ó­mögu­legt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað

Ó­mögu­legt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segja mikilvægt að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Sólveig Anna kallar eftir leigubremsu og Sigurður segir ríkisstjórnina verða að kynna sín úrræði fljótlega vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu.
„Mér finnst þetta bara klaufa­skapur“

„Mér finnst þetta bara klaufa­skapur“

Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja dóm Hæstaréttar gegn Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sjálfsagðan. Hann segist ekki erfa málið við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar, það sé nú augljóst að málið hafi verið mistök.
Þrír vasaþjófar hand­teknir á Þing­völlum

Þrír vasaþjófar hand­teknir á Þing­völlum

Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum.
Óttast að stóru stofurnar gætu orðið ein­ræðis­herrar í eftir­liti

Óttast að stóru stofurnar gætu orðið ein­ræðis­herrar í eftir­liti

Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila.
Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.
Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag

Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag

Tugir afreksíþróttamanna vinna sem sendlar hjá fyrirtækinu Maul og hlaupa með mat til um tvö þúsund manns daglega. Um 200 fyrirtæki eru í matarþjónustu hjá Maul á hverjum degi. Egill Pálsson, framkvæmdastjóri Mauls, stofnaði fyrirtækið með bróður sínum Hrafnkeli Pálssyni. 
For­eldrar lang­veikra barna ein­angruð og endi jafn­vel sem ör­yrkjar

For­eldrar lang­veikra barna ein­angruð og endi jafn­vel sem ör­yrkjar

Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin.
Spyr hvort öku­menn myndu keyra á gangandi á götunni

Spyr hvort öku­menn myndu keyra á gangandi á götunni

Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli.
„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru al­gjört hel­víti“

„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru al­gjört hel­víti“

Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur.
Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári

Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári.
Fundinum lokið án niður­stöðu

Fundinum lokið án niður­stöðu

Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu.
Gera ekki til­kall til höfuð­borgar­titils þótt Akur­eyri verði borg

Gera ekki til­kall til höfuð­borgar­titils þótt Akur­eyri verði borg

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. 
Lög­reglu­menn hund­fúlir með bruðl ríkislög­reglu­stjóra

Lög­reglu­menn hund­fúlir með bruðl ríkislög­reglu­stjóra

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir fjárútlát ríkislögreglustjóra fara illa í lögreglumenn. Hann tekur undir með dómsmálaráðherra um slæma áferð á málinu. Peningum hefði betur verið varið í löggæslu og þjálfun lögreglumanna.
Lög­reglu­menn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrir­mæli í gær

Lög­reglu­menn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrir­mæli í gær

Árni Frið­leifs­son, aðal­varð­stjóri um­ferðar­deildar Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, segir stöðuna enn erfiða í um­ferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lög­reglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á van­búnum bílum í gær.
Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“

Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“

Bankastjóri Landsbankans segir ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf þegar hafa lækkað frá því að bankinn tilkynnti um breytingar á lánaframboði sínu. Nú sé ljós við enda ganganna og spurning hvort slíka truflun á lánamarkaði hafi þurft til að verðbólga hjaðni og vextir verði lækkaðir. Hún segir markmið bankans þó aðeins hafa verið tryggja framboð íbúðalána.
Tökum G-vítamín í febrúar

Tökum G-vítamín í febrúar

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt.
Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið

Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið

Þann 14. október munu Todmobile halda 35 ára afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu, þetta verður mikil nostalgía því ásamt Todmobile má nefna SinfóNord og 80´s stjörnurnar Midge Ure, Nik Kershaw og Tony Hadley sem var söngvari Spandau Ballet.
Langar þig að vinna ferð til Kúbu?

Langar þig að vinna ferð til Kúbu?

Ævintýraeyjan Kúba í suðri hefur lengi heillað gesti sem þangað koma og vilja upplifa allt það sem eyjan hefur upp á að bjóða.
Bein útsending frá Ljósanótt

Bein útsending frá Ljósanótt

Helgin með Braga Guðmunds verður í beinni útsendingu frá Park Inn hotel í Reykjanesbæ á laugardaginn.
Fjölskylduhátíð í Mörkinni

Fjölskylduhátíð í Mörkinni

Bylgjan býður þér á magnaða fjölskylduhátíð í verslunarkjarnanum Mörkinni laugardaginn 3.september.
Bylgjan á Sjóaranum Síkáta

Bylgjan á Sjóaranum Síkáta

Síðdegið á Bylgjunni verður í beinni útsendingu föstudaginn 10.júní frá Kvikunni menningarhúsi í Grindavík í tilefni af Sjóaranum Síkáta 10.-12. júní
Sendar Bylgjunnar um land allt

Sendar Bylgjunnar um land allt

Útsendingar Bylgjunnar ná til 99% íslensku þjóðarinnar og dreifikerfi okkar telur 56 senda sem og streymi á netinu sem margir nýta sér. 
Bylgjan á toppnum

Bylgjan á toppnum

Bylgjan trónir á toppnum í hlustendamælingum samkvæmt nýjustu könnun Gallup*. Bylgjan er með tæpa 33% markaðshlutdeild í aldursflokkunum 12-49 ára og 12-80 ára og er þar með langstærst.
Bylgjan 35 ára - Afmælisveisla í beinni

Bylgjan 35 ára - Afmælisveisla í beinni

Laugardaginn 28. ágúst 1986 fór útvarpsstöðin Bylgjan fyrst í loftið. Í tilefni af afmælinu verður haldið einstakt afmælispartý allan daginn á morgun í beinni útsendingu á Bylgjunni og í mynd á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Heilsuvara vikunnar er OsteoStrong

Heilsuvara vikunnar er OsteoStrong

Með tíu mínútna ástundun, einu sinni í viku, tekst meðlimum OsteoStrong að auka styrk sinn og jafnvægi hraðar en annars staðar án þess að svitna eða finna fyrir harðsperrum.
Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag

Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag

Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland í morgun við mikil fagnaðarlæti. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar.
Nýtt lag frá Stjórninni

Nýtt lag frá Stjórninni

Sigga og Grétar í Stjórninni kíktu í heimsókn á Bylgjunna og frumfluttu nýtt lag.
Ert þú sólarmegin í lífinu?

Ert þú sólarmegin í lífinu?

Bylgjan í samstarfi við Optical Studio gefa einum heppnum Bylgju-hlustanda sólgleraugu frá ítalska hátískuhúsinu GUCCI.
Hlustendaverðlaunin 2017

Hlustendaverðlaunin 2017

Hlustendaverðlaunin 2017 fóru fram í Háskólabíói þann 3. febrúar og voru þau í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.
Kristján Kristjánsson tekur við Sprengisandi á Bylgjunni

Kristján Kristjánsson tekur við Sprengisandi á Bylgjunni

Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn nýr umsjónarmaður útvarpsþáttarins Sprengisands á Bylgjunni. Kristján tekur við starfinu af Páli Magnússyni sem hætti störfum þar sem hann er í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Garðpartý Bylgjunnar 2016

Garðpartý Bylgjunnar 2016

Bylgjan og Stöð 2 buðu til garðveislu og stórtónleika í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt þann 20. ágúst 2016 en stöðvarnar fögnuðu báðar 30 ára afmæli.
Hljóðver Bylgjunnar fær andlitslyftingu

Hljóðver Bylgjunnar fær andlitslyftingu

Bylgjan fagnar í ár 30 ára afmæli sínu í ár og að því tilefni var ákveðið að taka hljóðver Bylgjunnar í gegn og bæta aðstöðu dagskrárgerðarmanna og gesta sem eiga leið um hljóðverið.