Heimir Karlsson, Lilja Katrín og Ómar Úlfur vakna eldsnemma með hlustendum Bylgjunnar alla virka morgna. Fylgstu með fréttum og taktu púlsinn á þjóðmálunum, færðinni, veðrinu og íþróttunum strax í bítið.
Sérþáttur Bylgjunnar um Ellen Kristjánsdóttur. Ívar Guðmundsson ræðir við Ellen um tónlistarferilinn sem spannar fjörutíu ár. Þátturinn var sendur út 2019.
Þorgeir Ástvalds ræðir við Ragga Bjarna og fleiri um Ellý Vilhjálms og tónlist hennar. Einnig er notast við viðtal sem Þorgeir átti við Ellý árið 1993. Þátturinn var fluttur á Bylgjunni 2012 en þá voru haldnir minningartónleikar um Ellý.
Að gefa sér tíma í að læra grundvallaratriði um fjármál getur verið ein besta fjárfesting á tíma sem getur skilað sér margfalt til baka. Af hverju tekst sumu fólki alltaf að finna peninga meðan sumir týna þeim oftast hratt? Í þessum hlaðvarpsþáttum er talað við fólk sem náð hefur árangri í fjármálum og reynt verður að átta sig á því hvernig við öðlumst fjárhagslegt sjálfstæði og finnum peningana. Nýr þáttur hvern þriðjudag. Þættirnir eru framleiddir af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Umsjón hefur Gunnar Dofri Ólafsson.
Heimildarþáttur Bylgjunnar um hljómsveitina Nýdönsk. Þeir félagar segja sögur sínar óáreittir, og fara á kostum, sögur sem aldrei hafa verið sagðar, sögur sem oft hafa verið sagðar, lög sem allir hafa heyrt en enginn veit hvernig urðu til. Þátturinn var fyrst fluttur 2012.
Bylgjan minnist Péturs Kristjánssonar. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við samferðamenn hans í tónlistinni, Bjartmar Guðlaugsson og félaga hans úr hljómsveitinni Svanfríði. Íris, dóttir Péturs, sagði frá pabba sínum. Viðtal við Pétur sem Ragnar Bjarnason tók árið 1997 er einnig fléttað inní þáttinn. Þátturinn er frá 2012 þegar Pétur hefði orðið sextugur
Sérþáttur Bylgjunnar um Sálina hans Jóns míns í tilefni 25 ára afmælis hljómsveitarinnar. Þráinn Steinsson tók meðlimi sveitarinnar í spjall í Betri Stofu Bylgjunnar. Þátturinn var fluttur á Bylgjunni árið 2013.
Sérþáttur Bylgjunnar um Stuðmenn í tilefni af 50 ára afmæli sveitarinnar. Þorgeir Ástvaldsson ræðir við Jakob Frímann Magnússon. Þátturinn var sendur út 2020.
Sérþáttur Bylgjunnar um Valgeir Guðjónsson í tilefni af sextugsafmæli hans. Þorgeir Ástvaldsson ræðir við hann um ferilinn. Þátturinn var sendur út 2012.
Þorgeir Ástvalds ræðir við eitt mesta textaskáld íslenskrar dægurtónlistar, Þorsteinn Eggertsson, í tilefni þess er hann varð sjötíu ára. Þorgeir ræðir við Þorstein um ferilinn og spilar marga af hans þekktustu textum. Þátturinn var fluttur á Bylgjunni 2012.