Ívar Guðmunds
Ívar Guðmunds
10:00 - 12:00

Núna

Katy Perry

Hot 'N' Cold

Næst

Corrs

Breathless

Hlusta í beinni

Bylgjuappið betra en nokkru sinni fyrr

Tinni Sveinsson skrifar
Bylgjuappið betra en nokkru sinni fyrr
Ný útgáfa af Bylgjuappinu var nýlega gefin út. 

Ný útgáfa af Bylgjuappinu var nýlega gefin út. Appið var tekið í gegn, því snúið á haus og svo sett saman aftur með fókus á viðmót, virkni og efnisframboð. Bylgjuappið kom fyrst út árið 2013 og var því kominn tími á yfirhalningu.

Yfir hundrað þúsund þættir

Nú er hægt er að nálgast allar upptökur allt að tíu ár aftur í tímann frá Bylgjunni og tengdum stöðvum. Að sjálfsögðu berast nýjustu upptökur líka inn í appið um leið og þær eru settar í loftið.

Viðtöl og gullmolar

Einnig hægt að hlusta á sérþætti um tónlist og nýja, íslenska hlaðvarpsþætti. Meðal gullmola sem finna má í safni Bylgjunnar eru Björgvin 70, Ellen í 40 ár, Ellý Vilhjálms, mörg áhugaverð hátíðarviðtöl, Mannakorn 40 ára, Nýdönsk 25 ára, Páll Óskar fimmtugur, viðtalsþættirnir Stál og hnífur með Bubba og fleira.

Fleiri stöðvar í beinni

Einni var fleiri útvarpsstöðvum bætt við og hægt er að hlusta á þær í beinni. Þær eru Bylgjustöðvarnar fimm (Bylgjan, LéttBylgjan, Íslenska Bylgjan, GullBylgjan og 80s Bylgjan), FM957, X977, Útvarp 101, FM Extra, Apparatið, Rás 1, Rás 2, Retro, K100, Rondó, BBC World News og Útvarp Trölli.

Appið er að sjálfsögðu bæði til í útgáfu fyrir iOS stýrikerfi Apple sem og Android stýrikerfið. Hægt er að ná í það í gegnum hlekkina hér fyrir neðan.


Fleiri greinar