Komdu á Tæknidag UTmessunnar laugardaginn 4. febrúar og eigðu fróðlegan og skemmtilegan dag í heimi tækninnar.
Frítt inn og opið öllum milli kl. 10 og 17.
Á opna tæknideginum er ýmislegt í boði fyrir alla aldurshópa og risa sýningarsvæði helstu tölvu- og tæknifyrirtækja landsins. Auk þess verða háskólarnir með ýmis verkefni og tæki sem hægt er að prófa og Hönnunarkeppni HÍ er á sínum stað.
Einnig er sýning á elstu tölvum og tækjum landsins og verður þar m.a. hægt að sjá gataspjaldavél og önnur málmtröll. Fræðist um upphaf tölvualdar og sjáið búnað sem verður ef til vill ekki aftur til sýnis.
Vísinda Villi gerir tilraunir í Eldborg og hefjast sýningar kl. 13, 14 og 15 og geta gestir og gangandi fylgst með skemmtilegasta vísindamanni landsins. Frítt inn og opið öllum á meðan húsrúm leyfir.
Á sýningarsvæði tæknifyrirtækja verða ýmsir leikir í gangi auk þess sem fólki gefst kostur á að fræðast um það sem er heitast í tölvu- og tæknigeiranum.
Hægt verður að taka þátt í alvöru rafíþróttamóti og prófa kraftmestu leikjatölvur á markaðnum í dag í alvöru leikjaveri. Einnig verður hægt að spila FIFA og skora á landsliðsmenn í e-fótbolta og fylgjast með hvernig útsendingar í rafíþróttum fara fram.
Eigið skemmtilegan dag í heimi tækninnar á UTmessunni með Bylgjunni
Dagskrá og tímasetningar er að finna á utmessan.is