Hin árlega og æsispennandi Spurningakeppni fjölmiðlanna hefst á Skírdag kl 16. 16 fjölmiðlar mætast í æsispennandi úrsláttarkeppni og hefur spurningahöfundur og umsjónamaður keppninnar Björn Teitsson setið sveittur við að setja saman spurningar.
16 liða úrslitin fara fram á Skírdag, keppnin heldur svo áfram á sama tíma á föstudaginn langa og undan úrslit og úrslita viðureignir fara fram á Páskadag klukkan 16.
Í ár verða það lið frá eftirtöldum fjölmiðlum sem mætast:
Dv, Bylgjan, RÚV Útvarp, Skessuhorn, Fm957, Morgunblaðið, Fréttablaðið, Mannlíf, K100, Hringbraut, Fréttastofa Vísis, Steve Dagskrá, Útvarp Saga, Fréttastofa RÚV, MBL.is og Heimildin
Allir keppendur fá Páskaegg frá Nóa Siríus, annað sætið hreppir góða slökun í náttúrulaug Kraumu í Borgarfirði og Búbblubröns á Monkeys fyrir 2.
Sigurvegarar Spurningakeppni Fjölmiðlanna í ár fá svo út að borða í geggjaðan smakkseðil á Kol resturant og gistingu og kvöldverð fyrir 2 hjá Íslandshótelum.
Ekki missa af Spurningakeppni Fjölmiðlanna 2023 á Bylgjunni um Páskana.