Erna Hrönn
Erna Hrönn
13:00 - 16:00

Núna

Lenny Kravitz

Human

Næst

Pláhnetan & Emilíana Torrini

Sæla

Hlusta í beinni

Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið

Ívar Guðmundsson skrifar
Söngvari Spandau Ballet ætlar að ferðast um landið
Þann 14. október munu Todmobile halda 35 ára afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu, þetta verður mikil nostalgía því ásamt Todmobile má nefna SinfóNord og 80´s stjörnurnar Midge Ure, Nik Kershaw og Tony Hadley sem var söngvari Spandau Ballet.

Tony hefur aldrei komið til landsins áður en hann segir eignkonu sína hafa komið nokkrum sinnum og tali mjög fallega um landið, hann hlakkar mikið til að koma og vonar að þetta verði upphafið af því að hann komi oftar hingað til að koma fram eða ferðast um landið.

Bylgjan hefur verið að vinna með Todmobile í gegnum árin og fékk Ívar Guðmundsson á Bylgjunni tækifæri á að tala við Tony Hadley á Zoom og var hann hinn elskulegasti enda hlakkar hann mikið til að koma til landsins og koma fram á tónleikunum og ef einhver tími verður til að kíkja um landið í leiðinni.

Fleiri greinar