Bylgjutónlist
Bylgjutónlist
00:00 - 06:50

Núna

The Human League

Don't You Want Me

Næst

Á Móti Sól

Mínútur

Hlusta í beinni

Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag

Þórdís Valsdóttir skrifar
Hlutabréf í Íslandsbanka hækkuðu um 20 prósent í dag
Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland í morgun við mikil fagnaðarlæti. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar.

Birna Einarsdóttir bankastjóri segir að dagurinn í dag hafi verið mikill gleðidagur í bankanum, enda hefur skráning bankans á markað verið markmið í lengri tíma. Hún var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi meðal annars um framtíðarsýn bankans og jafnréttismál á íslenskum fyrirtækjamarkaði.

Hlutabréf í bankanum hækkuðu um tæp tuttugu prósent eftir skráningu að sögn Birnu.

Birna er eina konan sem vermir forstjórastól í félagi sem skráð er í Kauphöll. Hún er hér með fyrsta konan í nokkurn tíma til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni en undanfarin fimm ár hefur engin kona verið forstjóri félags í Kauphöllinni.

Birna segir að það sé ekki þörf á svartsýni en að þó megi margt bæta. Mesta breytingin hafi orðið á framkvæmdastjórastigi í íslenskum fyrirtækjum. 

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Fleiri greinar