Birna Einarsdóttir bankastjóri segir að dagurinn í dag hafi verið mikill gleðidagur í bankanum, enda hefur skráning bankans á markað verið markmið í lengri tíma. Hún var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi meðal annars um framtíðarsýn bankans og jafnréttismál á íslenskum fyrirtækjamarkaði.
Hlutabréf í bankanum hækkuðu um tæp tuttugu prósent eftir skráningu að sögn Birnu.
Birna er eina konan sem vermir forstjórastól í félagi sem skráð er í Kauphöll. Hún er hér með fyrsta konan í nokkurn tíma til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni en undanfarin fimm ár hefur engin kona verið forstjóri félags í Kauphöllinni.
Birna segir að það sé ekki þörf á svartsýni en að þó megi margt bæta. Mesta breytingin hafi orðið á framkvæmdastjórastigi í íslenskum fyrirtækjum.
Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.