Ívar Guðmunds
Ívar Guðmunds
10:00 - 12:00

Núna

Bruno Mars & Lady Gaga

Die With A Smile

Næst

P!nk

Never Gonna Not Dance Again

Hlusta í beinni

Áramóta- og nýársdagskrá Bylgjunnar

Ásgeir Þór Sigurðsson skrifar
Áramóta- og nýársdagskrá Bylgjunnar
Bylgjan kveður árið 2021 með stæl með stórskemmtilegri áramóta- og nýársdagskrá

Við byrjum á gamlársdagsmorgun á slaginu kl. 09:00 með Reykjavík árdegis þar sem þau gera upp árið 2021 og tilkynna hvaða manneskja var valin maður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesenda Vísis. Sigga Lund og Svali verða í stuði eftir hádegi og fram að Kryddsíld Stöðvar 2, sem verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Bylgjunni.

Siggi Hlö tekur svo við með áramótaútgáfu af Veistu hver ég var? og hitar upp fyrir gamlárskvöld. Ívar Guðmunds tekur áramótavaktina og fylgir þér inn í 2022 með bestu partý-tónlistinni

Nýársdagur hefst kl. 10:00 á Bylgjunni þegar Frosti Logason fær handhafann Guðmund Felix til sín í ýtarlegt viðtal um lífið og tilveruna. Bragi og Ívar fagna svo nýju ári með frábærri tónlist allan nýársdag.

 Hvati mun svo fara yfir 100 vinsælustu lög Bylgjunnar á árinu 2021, sunnudaginn 2. janúar kl. 12:15

Bylgjan og dagskrágerðarfólk Bylgjunnar þakkar hlustendum samfylgdina árið 2021 og við hlökkum til að vera með ykkur á nýju ári

Gleðilegt ár! - Bylgjan

Fleiri greinar