Ívar Halldórsson
Ívar Halldórsson
19:10 - 23:59

Núna

Take That

Rule The World

Næst

The Weeknd

Take My Breath

Hlusta í beinni

Duran Duran - Platan í heild á Gull Bylgjunni

Bragi Guðmundsson skrifar
Duran Duran - Platan í heild á Gull Bylgjunni
Þann 15. júní í ár eru 40 ár síðan hljómsveitin Duran Duran sendi frá sér sína fyrstu plötu, - þessa hvítu. 

Frumraun Duran Duran er enn í dag talin einn af hornsteinum tónlistarsenunnar á 9. áratugnum. Platan nær hæst í 3. sæti breska sölulistans, en hún átti svo eftir að vera á topp hundrað í alls 118 vikur samfellt. Hún náði platínusölu í árslok 1982. Platan varð einnig gríðarvinsæl hérlendis og átti eftir að hafa mikil áhrif á tíðarandann árin á eftir.

Nafnið kemur úr Barbarella

Hvíta platan á sér nokkurn aðdraganda enda kemur hún ekki út fyrr en þremur árum eftir að þeir John Taylor og Nick Rhodes stofnuðu hljómsveitina. Þeir höfðu um tíma unnið saman á næturklúbbnum Rum Runner í miðborg Birmingham þar sem John stóð vaktina í dyrunum og Nick var plötusnúður. Launin voru 10 pund fyrir kvöldið. Þeir fengu leyfi til að semja og æfa músík í húsnæðinu þegar ekki var opið og voru fljótlega farnir að spila hana fyrir gesti staðarins og annara klúbba á svæðinu. 

Einn af þeim flottari hét Barbarella´s og þaðan kemur tengingin í nafnið Duran Duran, en persóna í sci-fi myndinni Barbarella frá 1968 hét Dr, Durand Durand. Jane Fonda lék aðalhlutverkið í myndinni sem fær 5,9 í einkunn á IMDb. 

Sveitin mönnuð

Fljótlega fara þeir félagar að bæta við mannskap og Stephen Duffy gerist fyrsti söngvari sveitarinnar auk þess sem Simon Colley kemur inn sem bassaleikari, en John Taylor spilaði á gítarinn á þessum tíma. Þessir fjórir skipuðu fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar sem kom fram á tónleikum, en um trommutaktinn sá háþróaður trommuheili í eigu Nicks.

Til að gera langa sögu stutta þá verða ári síðar,1979, töluverðar mannabreytingar á ný þegar Duffy ákveður að yfirgefa Duran Duran. Það endar með því að gítarleikarinn Andy Taylor kemur inn í bandi alla leið frá Newcastle eftir að hafa svarað auglýsingu hljómsveitarinnar í tímaritinu Melody Maker, Roger Taylor sest við trommurnar og eftir ábendingu frá fyrrum kærustu er Lundúnabúin Simon Le Bon ráðinn sem söngvari. John Taylor færir sig á bassann og reynist það mikið gæfuspor.

Umfjöllun um Duran Duran í Dagblaðinu árið 1981.

Uppgötvaðir af útsendurum

Árið 1980 hljóðrita Duran Duran sín fyrstu tvö lög og eru duglegir að spila á klúbbum í Birmingham og London. Þeir fá síðan stóra tækifærið þegar útsendar frá hljómplötuútgáfunum EMI og Phonogram sjá þá hita upp á tónleikum söngkonunnar Hazel O´Connor. 

Útsendararnir voru svo hrifnir að mikil barátta hófst á milli fyrirtækjanna um undirskrift hljómsveitarinnar sem endaði svo með því að EMI varð fyrir valinu. Var það helst aðdáun meðlima á Bítlunum og tenging þeirra við merkið sem gerði útslagið. Í lok árs 1980 hófust upptökur á fyrstu plötu Duran Duran og var nokkuð óreyndur upptökustjóri Colin Thurston við stjórnvölinn en hann hafði þó stjórnað upptökum á fyrstu plötu The Human League árið áður. Hann átti síðar eftir að fá mikið lof fyrir þessa plötu og ekki síður fyrir næstu plötu Duran Duran, Rio, árið eftir.

Byggð í kringum svuntuþeysa

Þann 15. júní 1981 kemur svo fyrsta plata Duran Duran út og fær strax mjög góðar viðtökur hjá almenningi sem flykkist í plötubúðir til að tryggja sér eintak Þó að platan hafi ekki verið allstaðar lofuð í hástert af gagnrýnendum þá var alveg ljóst að menn sáu að þarna voru góðir hlutir að gerast. 

Gunnar Salvarson segir í plötudómi í Vísi 5. september 1981: „Eins og með aðrar nýrómantískar hljómsveitir er tónlist Duran Duran að mestu leyti byggð í kringum svuntuþeysa, trommurnar eru hafðar framarlega og söngurinn er dulítið „kaldur“ og tilfinningalaus. En þetta er vönduð tónlist og venst fjarskaplega vel þó því sé ekki að leyna að einhæfni se nokkur í lagavali.“

Gunnar gaf plötunni 7,5 í einkunn.

Töffararnir í Duran Duran í Birmingham árið 1981.

Fyrstu smáskífurnar komu út á undan plötunni sjálfri. Planet Earth var sú fyrsta í febrúar og fór strax að hljóma í útvarpi í Bretlandi og fór í 12. sæti topplistans, næsta lag Careless Memories, sem kom út í apríl, gekk ekki eins vel þar sem það náði aðeins í 37. sætið. Bæði lögin eru reyndar frábær og hafa hljómað mikið í gegnum tíðina. 

Það er svo þegar lagið Girls On Film kom út í júlí sem allt verður vitlaust. Létt erótískt myndbandið braut flesta þekkta staðla og var umsvifalaust klippt niður svo hægt væri að spila það í sjónvarpi, en hljómsveitarmeðlimir vonuðust til að óklippt útgáfa þess næði flugi í myndbandskerfum skemmtistaða og næturklúbba sem voru flestir búnir að koma fyrir sjónvarpsskjám uppi um alla veggi. Girls On Film fór í 5. sætið á breska listanum. 

Platan spiluð á Gull Bylgjunni 

Við höldum upp á afmæli frumraunar Duran Duran á Gull Bylgjunni með því að hlusta á lögin, heyra sögurnar á bakvið þau og að lokum spilum við hana í heild að kvöldi fimmtudagsins 17. júní kl. 21.

Fleiri greinar