Erna Hrönn
Erna Hrönn
13:00 - 16:00

Núna

George Michael

Freedom 90

Næst

Sabrina Carpenter & Dolly Parton

Please Please Please

Hlusta í beinni

Tökum G-vítamín í febrúar

Bylgjan skrifar
Tökum G-vítamín í febrúar
Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt.

Bylgjan og Geðhjálp hvetja til geðræktar og heilsueflingar í febrúar mánuði. 

Fylgstu með gvítamíndagatali Geðhjálpar á www.gvitamin.is

Geðhjálp býður því upp á skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu og í völdum dagatölum leynast geðræktandi vinningar.

Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og auka skilning á geðheilsu og geðrænum vanda.

Markmiðið dagatalsins er að efla geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við öflugra ónæmi, því þessi einföldu ráð eru verndandi þættir geðheilsu.

Hlúum að geðheilsunni á dimmustu tímum ársins með Geðhjálp og Bylgjunni

Fleiri greinar