Trúnaðarstefna


Sýn hf (sem á og rekur vefsvæðið Bylgjan.is) metur friðhelgi þína mikils, og við viljum að þú vitir hvaða upplýsingum við söfnum og hvað við gerum við þær. 
Öðru hvoru breytum við þessari stefnu. Við leggjum okkur fram um að birta breytingarnar áður en þær ganga í gildi. Trúnaðarstefna okkar gagnvart notendum gildir um allar upplýsingar sem við söfnum eða fáum um þig. 


HVAÐA UPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ
Á síðum okkar eru nokkur svæði þar sem notendur geta gefið okkur upplýsingar. 

Upplýsingar sem við biðjum um eru vanalega tengdar þeim leikjum sem við erum með í gangi hverju sinni og eru í samstarfi við eina eða fleiri síður tengdra fyrirtækja eða kostunaraðila. Þær upplýsingar eru nafn, netfang og símanúmer. Við notum þær upplýsingar sem þú gefur til að standa að kynningunni og í öðrum tilgangi sem þú gefur samþykki þitt fyrir. Þegar við bjóðum upp á keppnir eða getraunir í samstarfi við síður tengdra aðila eða kostunaraðila, gætum við deilt með þeim upplýsingum (veitt þær og fengið).

Netfang viðkomandi fer sjálfkrafa á póstlista Bylgjunnar en það er alltaf hægt að skrá sig af honum undir „afskrá af póstlista“ í fréttabréfi Bylgjunnar. 
Við gætum endrum og eins beðið notendur að taka þátt í könnunum að eigin vali. Þeim er ætlað að bæta þjónustu við okkar hlustendur. Allar persónutengdar upplýsingar sem við söfnum verða einungis notaðar innan fyrirtækisins nema við tökum annað sérstaklega fram. Hins vegar gætum við deilt safnupplýsingum er varða niðurstöður úr könnunum með öðrum.

Sýn hf leggur sig fram um að vernda öryggi persónuupplýsinga sem þér tengjast og gæta þess að þær séu notaðar eins og þú hefur kosið. Við geymum persónuupplýsingar sem þér tengjast á öruggum netþjóni og notum sérstakar verklagsreglur til að vernda upplýsingar sem við söfnun fyrir glötun, misnotkun, óleyfilegum aðgangi eða opinberun, breytingum eða eyðileggingu.  

Við gætum birt tengla á aðrar síður á Bylgjan.is. Við berum ekki ábyrgð á slíkum síðum annarra aðila, trúnaðarstefnu þeirra eða hvernig þeir fara með upplýsingar um notendur sína. Við ráðleggjum þér að skoða trúnaðarstefnu þeirra til að komast að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar þínar.


 

Dagskráin í dag

  • 06:50 - 10:00Bítið
  • 10:00 - 12:00Ívar Guðmunds
  • 12:00 - 12:15Hádegisfréttir
  • 12:15 - 13:00Ívar Guðmunds
  • 13:00 - 16:00Sigga Lund
  • 16:00 - 18:30Reykjavík síðdegis
  • 18:30 - 18:50Kvöldfréttir
  • 18:50 - 23:00Gott kvöld
  • 23:00 - 06:50Bylgjutónlist

Fylgstu með okkur