Leikir
761x250_Thusundkossar.png

Þúsund kossar er bók vikunnar á Bylgjunni.

Jóga fer sem „au pair“ til New York 1980 og lendir þar í skelfilegri lífsreynslu. Hennar bíður löng glíma við sektarkennd, skömm og glatað sakleysi. Hér segja þau hjón, Jóga og Jón Gnarr, þessa sérstæðu sögu.

Jón þekkja allir; hann er grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri. Minna hefur farið fyrir Jógu sem hefur fremur kosið að standa utan við sviðsljósið. Hún rak lengi tískuverslunina Skaparann í Reykjavík, var meðal stofnenda Besta flokksins og tók virkan þátt í starfi hans. Með fram öðru vinnur hún sem nuddari.

Þúsund kossar er einlæg og persónuleg bók með myndum úr einkasafni Jóns og Jógu.

Fylgstu með á Bylgjunni og þú gætir eignast þessa mögnuðu bók.

Dagskráin í dag

An exception occurred: Extension functions cannot return null values.

Fylgstu með okkur